Allir nemendur á stúdentsbrautum sitja fimm áfanga í Lífsnámi, eina viku á önn. Þar læra nemendur okkar á ýmislegt, allt frá jafnrétti og mannréttindum yfir í fjármál. Þessa vikuna er kenndur áfangin FJÁRVIT.
Við leggjum mikið upp úr að Lífsnámsvikan sé jafn skemmtileg og hún er gagnleg.
Markmiðið er að leggja grunn að því að gera nemendur sjálfbjarga í raunverulegum aðstæðum. Lífsnámsáfanginn Fjárvit snýst um að gera nemendur meðvitaða um fjármál og peninga og hlutverk þeirra í daglegu lífi. Við förum yfir laun og frádrátt, eigin fjármál, ekstur bíls, sparnað, lántöku, utanumhald tekna og gjalda og fleira sem snertir fjárhagslegar skuldbindingar sem nemendur þurfa að takast á hendur í lífinu.
Við hvetjum alla til að mæta á opið hús á fimmtudaginn 7.mars kl. 16:00 – 17:30 þar sem nemendur okkar koma til með að kynna lokaverkefni sín í áfanganum. Einstakt tækifæri til að kynnast bæði skólanum og náminu.