Skrifstofa MB hefur opnað aftur eftir sumarfrí og er opin frá kl. 8:00 – 15:00 alla virka daga. Hægt er að hafa samband í síma 4337700 eða með því að senda tölvupóst á menntaborg@menntaborg.is
Undirbúningur fyrir starf á haustönn er í fullum gangi. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og skipulag verða tilkynntar í tölvupósti til nemenda og eða forráðamanna og birtar hér á miðlum MB þegar þær eru tilbúnar.
Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá hafa nú tekið gildi hertar sóttvarnarreglur vegna COVID – 19. Þær taka á fjölda einstaklinga sem koma saman og miðast nú við 100 manns. Þá er tveggja metra reglan í gildi og er ekki valfrjáls. Þessar hertu reglur gilda út 13. ágúst.
Við í MB fylgjumst grannt með framvindu mála og munum bregðast við og láta vita ef hertar reglur hafa áhrif á skólabyrjunina en á áætlun er að skólinn hefjist með afhendingu stundakrár og dagskrá fyrir nýnema þann 19. ágúst og kennsla skv. stundaskrá hefst fimmtudaginn 20. ágúst.
Kær kveðja
Starfsfólk MB