Óskað er eftir tveimur stuðningsfulltrúum á starfsbraut MB

Ritstjórn Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir tvær 70% stöður stuðningsfulltrúa á starfsbraut skólans skólaárið 2013 til 2014.

Störfin felast annars vegar í að aðstoða nemanda með fötlun við nám og athafnir daglegs lífs. Viðkomandi þarf að vera karlkyns og geta hafið störf 20. ágúst nk.

Hins vegar er um að ræða starf sem felst í aðstoð við að sinna nemendum á starfsbraut og vinna undir leiðsögn kennara að ýmsum verkefnum.  Starfið hentar báðum kynjum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 16. ágúst nk.

Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki.

Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 433 7701. Umsóknarfrestur er til 31. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes eða á netfangið kolfinna@menntaborg.is

zp8497586rq