Öskudagur í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Öskudagurinn er fyrsti dagurinn í lönguföstu, sem hefst í sjöundu viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Dagurinn dregur nafn sitt af því að ösku af brenndum pálmagreinum var dreift yfir höfuð kirkjugesta á þessum degi. Sá siður tíðkast enn í kaþólsku kirkjunni að ösku er smurt yfir enni kirkjugesta á öskudegi.  Nokkrir í MB gerðu sér glaðan dag og mættu í grímubúningi  í tilefni dagsins.