Pílagrímar undirbúa sig

RitstjórnFréttir

Í maí næstkomandi halda 5 nemendur og 2 kennarar til Portúgals í Comeniusarverkefninu „Migration and cultural influences“. Í þeirri ferð verður meðal annars gengin rúmlega 80 kílómetra leið, svokölluð Fatíma-leið. Gengið verður á þremur dögum þannig að nauðsynlegt er að undirbúa sig vel. Hópurinn gekk fyrstu æfingagöngu sína í síðustu viku, um 3 km. leið í snjó og þúfum frá Ferjubakka, niður að Einbúa og þaðan aftur á Ferjubakka. Reyndi gangan töluvert á en frekari æfingagöngur eru áætlaðar næstu mánuði.