Portúgalfarar – 85 km. að baki

Ritstjórn Fréttir

Nú eru Portúgalfararnir okkar komnir til Lissabon eftir að hafa gengið sannkallaða pílagrímagöngu eða 85 km leið til Fatíma sem er helgur staður kaþólikka í Portúgal, nokkuð norðan viði Lissabon. Þetta var mikið ævintýr og lífsreynsla sem innihélt blóð, svita, tár, blöðrur, verki, verkjalyf, sjúkrahúshjálp, rigningu, sól, hita, sólbruna og margt, margt fleira eins og þau segja sjálf frá í vídeoblogginu sínu. Fylgist svo með þeim áfram á síðunni þeirra ,,vídeóblogg frá Portúgal„.