Útskriftarhópur MB tekur nú þátt í prjónamaraþoni. Það fé sem safnast með áheitum rennur í útskriftarsjóð nemenda. Maraþonið hófst á hádegi þann 28. janúar og stendur í sólarhring. Handavinnuhúsið, Nettó og fleiri aðilar gáfu garn en nemendur munu gefa afurðirnar til Rauða krossins. Það eru einkum treflar sem krakkarnir prjóna. Á myndinni má þó sjá dæmi um frumlega hannað höfuðfat. Þar skartar Daði Freyr Guðjónsson, formaður nemendafélagsins, húfu með gati á hvirfli en slík húfa stuðlar að frjálsu flæði hugmynda!