Prjónamaraþon útskriftarnema

RitstjórnFréttir

IMG_2511Útskriftarnemendur efndu nýverið til prjónamaraþons í skólanum. Prjónað var að kappi í sólarhring. Markmiðið var að safna fé í ferðasjóð en hópurinn stefnir að utanlandsferð í byrjun sumars. Húfur og fleira sem prjónað var ætla nemendur að gefa Mæðrastyrksnefnd auk þess sem afgangsgarn verður gefið til góðra nota.