Raddbeiting og raddvandamál

RitstjórnFréttir

image1Í dag heimsótti Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeina- og raddfræðingur Menntaskóla Borgarfjarðar og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Það er mikilvægt fyrir kennara að beita rödd sinni rétt þannig að áheyrendur geti heyrt vel og greinilega auk þess sem nauðsynlegt er að hlustunarskilyrði séu fyrir hendi. „Sá sem notar rödd sína í atvinnuskyni er í raun og veru að leigja hana út sem þjónustutæki sem verður að standast ákveðnar gæðakröfur“. Kennarar þurfa að huga vel að rödd sinni, veita henni athygli og passa að skaða ekki rödd sína. Það er að mörgu að hyggja í þessum efnum. Valdís fór í gegnum mikilvægar æfingar fyrir kennara og sýndi hvernig þjálfa megi mikilvæga vöðva, en það eru ótal vöðvar sem eru mikilvægir fyrir málbein, málbönd, rödd, raddbeitingu og hljóm. Við þökkum Valdísi kærlega fyrir heimsóknina.