Rótarý styrkir KVIKU

Bragi Þór SvavarssonFréttir

 

Við í Menntaskóla Borgarfjarðar fengum frábæra heimsókn í síðustu viku. Til okkar komu félagar í Rótarý – klúbb Borgarnes. Félagar í klúbbnum þáðu kvöldverð og kynningu á starfi skólans.

Við þetta tilefni tilkynnti Rótarý klúbburinn að þeir veittu MB veglegan styrk til uppbyggingar Kviku skapandi rými. Styrkurinn er veittur úr sjóði er ber heitið Hvatningarsjóður og hefur  það hlutverk að styðja við uppbyggingarverkefni í héraði.

Það er ómetanlegt öllum samfélögum að eiga slíka hauka í horni sem Rótarý Borgarnes er, en á síðustu 12 mánuðum hefur klúbburinn styrkt ýmis góð mál í Borgarbyggð fyrir yfir 3 milljónir króna.

Við í MB þökkum auðmjúk og glöð fyrir þennan frábæra styrk og mun hann nýtast vel í frekari uppbyggingu Kviku – skapandi rými.