Saga fjarlægra slóða – nemendur gera heimasíðu

Ritstjórn Fréttir

IMG_0239

Nemendur í áfanganum Saga3B05 vinna nú að heimasíðu sem tengist námsefninu. Í áfanganum er lögð áhersla á sögu Afríku, Asíu og Ameríku. Heimasíðuna er að finna á slóðinni https://sites.google.com/site/fjarlaegarslodir/ og er allt efnið unnið af nemendum. Í seinni hluta áfangans er svo stefnt að því að gefa út tímarit. Sögukennari og umsjónarmaður verkefnisins er Ívar Örn Reynisson.