Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB í samstarfi við sjúkrasjóð Stéttarfélags Vesturlands

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Menntaskóli Borgarfjarðar hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaárinu 2017-2018. MB greiðir fyrsta tímann og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands næstu þrjá, aðhámarki.

Stjórnendur Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklátir fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB.   Það er framsýnt stéttarfélag sem lætur sig varða andlega og/eða félagslega erfiðleika ungs fólks. Eins og réttilega er bent á á heimasíðu stéttarfélagsins þá „…eiga mörg ungmenni lítinn rétt til endurgreiðslu úr sjúkrasjóði félagsins þar sem þátttaka þeirra á vinnumarkaði með skóla er takmörkuð. Stjórn sjóðsins hafði frumkvæði að því að gera þetta samkomulag sl. haust og það hefur nú verið endurnýjað.“
Á meðfylgjandi mynd eru Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands