Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Nú í vor framlengdu Menntaskóli Borgarfjarðar og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands samkomulag sem felur í sér stuðning við nemendur sem stunda nám í MB í formi endurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Samningurinn gildir út skólaárið 2021-2022 og er hugsaður sem forvörn gegn brottfalli nemenda úr skóla.

Gegn tilvísun frá Námsráðgjafa MB getur hver nemandi fengið endurgreiðslu eða styrk fyrir allt að fjórum sálfræðitímum á skólaári. Menntaskóli Borgarfjarðar greiðir fyrsta tímann en Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands næstu þrjá tíma að hámarki.

Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands hefur styrkt nemendur MB með þessum hætti síðustu ár og að þessu sinni var gerður samningur til tveggja ára.

Stjórnendur Menntaskóla Borgarfjarðar eru afar þakklátir aðilum Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands og vilja koma því á framfæri að styrkur sem þessi er ómetanlegur fyrir skólann og nemendur hans.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Braga Þór Svavarsson skólameistara MB og Signý Jóhannesdóttur formann Stéttarfélags Vesturlands handsala samninginn