Samningur vegna Kviku

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

 

 

 

 

 

 

 

Þann 21. desember var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar vegna aðgengis stofnana sveitarfélagsins að Kviku – skapandi rými í MB.

Samningurinn gildir í fimm ár og gerir stofnunum Borgarbyggðar kleift á að bóka tíma í Kviku og nota aðstöðuna sem er til staðar með aðstoð umsjónarmanns Kviku.

Eins og flestir vita þá er Kvika fyrsta flokks rými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu. Í Kvikunni er að finna mynd- og hljóðver ásamt þrívíddarprentara, laser skurðavél, vinylskurðarvél og saumavélum  svo fátt eitt sé nefnt.

Menntaskóli Borgarfjarðar fagnar þessu samstarfi og gaman verður að fá enn meira líf í húsið og fylgjast með afrakstri þessara vinnu í framtíðinni.