Samstarf MB og Nannestad Videregående skole

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í vikunni hefur hópur nemenda MB ásamt kennurum verið í heimsókn í Nannestad í Noregi, ekki svo langt frá Osló. MB á í samstarfi við Nannestad og er þetta í fyrsta sinn sem nemendur MB heimsækja skólann. Ferðin er hluti af samstarfi á sviði sögu og bókmennta, sem felur í sér ýmis verkefni og heimsóknir. Sem dæmi má nefna pylsugerð, grill, verkefni í tengslum við norskar og íslenskar þjóðsögur, skoðunarferð til Eidsvollsbygningen og fleiri staða.