Samstarf MB og NFU í Svedala

RitstjórnFréttir

Í vikunni hefur hópur nemenda MB ásamt kennurum verið í heimsókn í NFU menntaskólanum í Svedala á Skáni.  NFU á í sammyndstarfi við MB en þetta er í fyrsta sinn sem nemendur MB  heimsækja NFU. Ferðin er hluti af verkefninu „From Egill Skallagrímsson to frontline science“ sem felur í sér ýmis verkefni og heimsóknir. Sem dæmi má nefna heimsókn í víkingaþorpið í Fótavík eða Foteviken á sama tíma og gerðar voru eðlisfræðitilraunir á tilraunastofu skólans í Svedala. Þá var næst elsta safn heims í Lundi sótt heim, fræðst um blóðbaðið í Torup og sjálfbæra samfélagið í Vesturhöfninni í Malmö skoðað. Einnig var áhugaverð heimsókn í Sysav, sem er hin skánska Sorpa. Þar er 99% alls sorps endurunnið. Ferðinni lýkur síðan með heimsókn í vísindamiðstöðina í Lundi.  Ásamt því að vinna að ýmsum fræðandi verkefnum hafa nemendur notið dvalarinnar og skemmt sér vel. 

Í mars næstkomandi er svo von á hópi nemenda frá NFU í Borgarnes til að halda verkefninu áfram.