Samstarf við MB og Háskólans á Bifröst

Bragi Þór SvavarssonFréttir

MB og Háskólinn á Bifröst eiga í góðu samstarfi og núna á vorönn er kenndur áfangi  sem heitir Hagfræði og Markaðsfræði. Um er að ræða samstarfsverkefni MB og Háskólans á Bifröst þar sem tveir af þremur kennurum koma frá Bifröst. Áfanginn skiptist upp í þrjá hluta, almenna markaðsfræði, stafræna markaðsfræði og markaðsaðstæður út frá hagfræðinni. Kennt er í fjarnámi en nemendur mæta í  verkefnatíma alla önnina.

Kennararnir Ragnar Már Vilhjálmsson og Bárður Örn Gunnarsson eru báðir kennarar á  Bifröst en  tengjast einnig atvinnulífinu og því fá nemendur bæði góða tengingu við háskólaumhverfið og atvinnulífið.  Helga Karlsdóttir kennari í MB, kennir hluta af námskeiðinu og hefur umsjón með áfanganum.