Samvinna við sænskan menntaskóla

RitstjórnFréttir

OLYMPUS DIGITAL CAMERA21 nemandi af náttúrufræðibraut heldur á laugardaginn kemur til Kalmar í Svíþjóð ásamt Þóru Árnadóttur kennara og Leifi Guðjónssyni stuðningsfulltrúa. Þetta er önnur námsferð nemenda MB til samstarfsskólans Calmare internationella skola (CIS).

Samstarfsverkefni skólanna er styrkt af Nordplus Junior og dugir styrkurinn til að borga allan ferðakostnað og uppihald að hluta. Í því taka þátt nemendur á öðru til þriðja ári í MB og þriðja árs nemar í CIS. Verkefnið felst í því að skoða hvernig gagnvirkir og félagslegir fjölmiðlar hafa áhrif á heilbrigði ungmenna, umhverfi og menntun í náttúrufræðilegu samhengi. Nemendur vinna í 8 blönduðum hópum að ákveðnum hlutum verkefnisins.

Lagt verður af stað þann 8. nóvember og komið heim þann 15. og munu nemendur gista á heimilum sænsku nemendanna. Í apríl næstkomandi koma sænsku þátttakendurnir í verkefninu í Borgarnes til áframhaldandi vinnu og munu nemendur MB þá endurgjalda þeim gestrisnina og taka á móti þeim á heimilum sínum.

Myndin er tekin á undirbúningsfundi fyrir ferðina.