Sendiherrar samnings SÞ í MB

RitstjórnFréttir

Sendiherrar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, heimsóttu Menntaskólann 29. mars síðastliðinn. Þeir eru á ferð um landið til að kynna samninginn fyrir öðru fólki með þroskahamlanir, í anda jafningjafræðslu undir kjörorðinu ,,Sendiherrar ekkert um okkur án okkar”. Nemendur starfsbrautar tóku á móti þeim og fengu góða kynningu á réttindum sínum. Í framhaldi af því kynntu sendiherrarnir samninginn fyrir nemendum í félagsfræði. Að lokinni kynningu fengu nemendur tækifæri til að spyrja nánar út í samninginn. Heimsóknin tókst vel og þökkum við þeim fyrir komuna.

zp8497586rq

%%anc%%

zp8497586rq