Árshátíð Nemendafélags MB verður haldin föstudagskvöldið 16. maí nk. Árshátíðin er nú í seinna lagi vegna verkfalls kennara sem hafði vitaskuld ekki bara áhrif á nám nemenda heldur líka félagslíf. Samkoman hefst kl. 19:00 með glæsilegum kvöldverði sem foreldrafélag skólans sér um. Kennurum og öðru starfsfólki er boðið í kvöldverðinn og á skemmtunina. Nemendur annast skemmtiatriði af margvíslegum toga og greint verður frá úrslitum kosninga um ýmsa eftirsóknarverða titla á borð við gaur, gella og krútt MB. Að lokum verður skellt upp balli þar sem hljómsveitin Stuðlabandið leikur fyrir dansi. Veislustjóri á árshátíðinni verður Borgnesingurinn Ingi Björn Róbertsson, Iddibiddi.