Skemmtilegt skólablað í vændum

RitstjórnFréttir

Nú stendur yfir vinna við 2. tölublað skólablaðsins Eglu en eins og kunnugt er hóf blaðið göngu sína síðastliðið vor. Ritstjórn skólablaðsins er skipuð þeim Bjarka Þór Grönfeldt ritstjóra, Írisi R. Pedersen aðstoðarritstjóra, Eyrúnu Baldursdóttur gjaldkera, Bárði Jökli Bjarkarsyni markaðsstjóra, Arnari Þórssyni vefsíðustjóra, Tinnu Sól Þorsteinsdóttur hönnuði og Dagbjörtu Birgisdóttur ljósmyndara.

Ráðgert er að 2. tölublað Eglu komi út um miðjan október næstkomandi. Þar verður meðal annars að finna viðtöl við leikarann og leikstjórann Ben Stiller og golfkappann Bjarka Pétursson auk fjölbreytts efnis af ýmsum toga.