Skíðaferð NMB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stendur hvert ár fyrir skíðaferð nemenda. Í ár var góð þátttaka og góður hópur fór í Bláfjöll í dag mánudag og koma aftur heim á morgun. Þeim innan handar er Sigurður Örn (Sössi). Bláfjöll skörtuðu sínu fegursta í dag og krakkarnir gátu ekki verið heppnari með veður. Í kvöld er svo spilað og notið samverunnar í einum af skálunum á svæðinu. Myndir segja meira en mörg orð.