Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stendur fyrir skiptibókamarkaði í skólanum. Opið verður á frá 15:00 – 19:00 næstu daga. Þetta fer þannig fram að nemendur skila bókum og fá inneignarnótu á fyrir verðinu á bókunum sem var skilað. Ef keypt er fyrir meira en inneignarnótan segir þarf að borga strax en ef afgangur er af inneigninni verður borgað út í næstu viku.
Einungis verður tekið við bókum sem eru á bókalistanum fyrir haustönn 2010 (https://menntaborg.is/static/files/Bokalistar/Bokalisti040810.pdf) og vorönn 2010. (https://menntaborg.is/static/files/BokalistiV10_3.pdf)
Nýtið ykkur þennan markað, það sparar helling að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur til að kaupa bækurnar.
Auk þess er það stefnan að selja bækurnar ódýrari en í bænum og að þeir sem skila bókum fái meira fyrir bækurnar en í bænum..