Skóla- og þjónustusamningar undirritaðir

Ritstjórn Fréttir

Þann 23. janúar sl. var undirritaður Þjónustusamningur um kennslu á framhaldsskólastigi milli Menntaskóla Borgarfjarðar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Samningurinn er um þjónustu skólans og aðbúnað vegna náms til framhaldsskólaprófs, stúdentsprófs og náms á starfsbraut og gildir til ársins 2017.

Skólasamningur Menntaskóla Borgarfjarðar við mennta- og menningarmálaráðuneytið var undirritaður 22. febrúar 2013. Samningurinn gildir til 31. desember 2017. Í samningnum koma fram helstu áherslur og markmið í starfi skólans, námsframboð, kennslufyrirkomulag, eftirlit með gæðum og aðrir mikilvægir þættir í starfsemi skólans. Helstu markmið skólans á samningstímanum eru; að innleiða aðalnámskrá í allt starf skólans, að efla gæði kennslunnar, að skólinn endurskoði sérstöðu sína, að auka fjölbreytni námsins, að marka stefnu um þjónustu bókasafns við nemendur, að marka stefnu um fyrirkomulag heimavistar og fylgja eftir áætlun um sjálfsmat skólans.

Samningarnir eru birtir á vef skólans undir skólinn – gæðamál – skýrslur og samningar.

zp8497586rq