Skólablaðið Egla kemur út í þriðja sinn

RitstjórnFréttir

ritstjorn_eglu_nÞriðja tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, uppskriftabók fátækra MB-inga, umfjöllun um félagslíf og kosningar, hugleiðingar nemenda um margvísleg efni, stjörnuspá o.fl. Sérstaka athygli vekja fallegar ljósmyndir Kristínar Jónsdóttur og Gunnhildar Birnu Björnsdóttur. Ritstjórn Eglu skipa að þessu sinni þau Íris Pedersen, Arnar Þórsson, Dagbjört Birgisdóttir, Áslaug María Agnarsdóttir, Pétur Már Jónsson og Sveinn Jóhann Þórðarson.

Kristín Jónsdóttir tók myndina af ritstjórn Eglu í Skallagrímsgarði.

zp8497586rq