Skólablaðið Egla – ný ritstjórn

Ritstjórn Fréttir

Boðað var til aðalfundar Skólablaðsins Eglu 2. maí. Ný ritstjórn var kjörin og mun hún vinna að haustútgáfu blaðsins. Athugið að í september að sumarleyfi loknu gefst nýnemum og öðrum áhugasömum tækifæri á að koma inn í skólablaðsstarfið.

Ritstjórn er sem hér segir:

Ritstjóri: Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson
Aðstoðarritstjóri: Íris Ragnarsdóttir Pedersen
Gjaldkeri: Eyrún Baldursdóttir
Markaðsstjóri: Bárður Jökull Bjarkarson
Vefsíðu og – greinastjóri: Arnar Þórsson
Umbrot/hönnun: Tinna Sól Þorsteinsdóttir
Ljósmyndari: Dagbjört Birgisdóttir

Unnið er að vefútgáfu 1. tbls. Eglu, og mun blaðið verða aðgengilegt á netinu innan tíðar.