Skólabyrjun í Menntaskóla Borgarfjarðar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Skólastarf hefst á haustönn 2019 með móttöku nýnema föstudaginn 16. ágúst klukkan 09:00. Dagurinn hefst á sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks en í kjölfarið fá nýnemar kennslu á helstu kerfi skólans.  

Við óskum eftir því að nemendur mæti með tölvurnar sínar og snjalltæki þennan dag.

Eldri nemendur geta nálgast stundatöflurnar sínar á INNU.is föstudaginn 16. ágúst og er einnig velkomið að kíkja til okkar hér í MB. Bókalistar eru þegar komnir inná heimasíðu skólans. Ef einhver óvissa er með bókalistann þá endilega verið í sambandi við okkur.

Skólastarf hefst svo samkvæmt stundatöflu mánudaginn 19. ágúst. Athugið að við höfum tekið upp nýtt kerfi (O365) og því verða tæknimenn á svæðinu, föstudaginn 16. ágúst og mánudaginn 19. ágúst, nemendum til aðstoðar

Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 17:00 verður sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema. Fundurinn verður í stofu 100.

Allar nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans.