Skólabyrjun

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Mánudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Nýnemar eru beðnir um að hafa tölvur með sér í skólann.

Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) mánudaginn 20. ágúst.

Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is

Skólastarf hefst þriðjudaginn 21. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Fundur með foreldrum nýnema:   Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn mánudaginn 20. ágúst kl. 18.00.  (ATH. breyttan fundartíma). Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 100 í skólanum.