Skóladagur Borgarbyggðar var haldinn á laugardaginn og þótti takast einmuna vel. Þar komu saman öll skólastig í Borgarbyggð en sveitarfélagið hefur sterka sérstöðu hvað varðar skóla í sínu samfélagi allt frá leiksskólum og upp í háskóla. Tilgangur dagsins var að gera eitthvað skemmtilegt og gagnlegt saman og að stimpla vel inn þýðingu skólanna í samfélaginu, kynna skólastarfið og skapa jákvæðni í garð skólanna. Það var markmið skipuleggjenda að blanda saman skemmtun, fróðleik, boðskap, umræðum og leikjum ásamt því að virkja frumkvæði og sköpunargleði. Gestir og gangandi ásamt þátttakendum voru ánægðir með daginn og nokkuð ljóst að öflugt skólastarf er í Borgarbyggð á öllum skólastigum. Fleiri myndir á facebook síðu Menntaskóla Borgarfjarðar.