Skólakynning fyrir 10. bekki

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í morgun komu um 60 nemendur úr 10. bekkjum Borgarbyggðar, Dalabyggðar og Hvalfjarðarsveitar á kynningardag í MB. Nemendurnir komu saman á sal skólans þar sem skólameistari ávarpaði hópinn og bauð alla velkomna. Að því loknu var gengið um skólahúsnæðið og kennarar kynntu fyrir nemendum sína áfanga og námsgreinar. Heimsókninni lauk með smá hressingu og spjalli við nemendur. Fleiri myndir má finna á facebook síðu skólans.