Skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar

Ritstjórn Fréttir

Kosið var í skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar nú á haustdögum. Í skólaráði sitja skólameistari, aðstoðarskólameistari, tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda. Skólaráð er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans. Skólaráð fjallar um starfsáætlun, skólareglur, félagsaðstöðu nemenda og fleira. Fulltrúar nemenda eru Sigríður Þorvaldsdóttir og Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir, fulltrúar kennara eru Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir.

zp8497586rq