Skólaráð

Ritstjórn Fréttir

Skólaráð Menntaskóla Borgarfjarðar er skólameistara til aðstoðar við stjórn skólans og fjallar um starfsáætlun skólans, skólareglur og fleira. Stjórn nemendafélags skólans hefur kosið fulltrúa nemenda í skólaráð, þær Lilju Hrönn Jakobsdóttur og Eyrúnu Baldursdóttur. Af hálfu kennara sitja í skólaráði Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir. Auk þeirra eiga sæti í skólaráði Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari og Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.