Nemendur og starfsfólk skólans mættu í hátíðarsal skólans kl. 10:30 fimmtudaginn 2. desember og hófust handa við að skreyta jólatré skólans sem var búið að koma fyrir í salnum. Jólatréð var svo fært á opið svæði fyrir innan aðalinngang skólans. Það mun það fá að njóta sín fram yfir jól. Spiluð voru jólalög og myndaðist þessi fína jólastemming í skólanum. Nýstofnaður kór skólans söng nokkur lög. Síðustu daga hafa einnig verið sett upp jólaljós og jólaskreytingar víða um skólann. Það má því segja að skólinn sé komin í jólabúninginn þetta árið
