Skráning í aðgangspróf í Háskóla Íslands

Ritstjórn Fréttir

Fjórar deildir innan Háskóla Íslands munu nota aðgangspróf fyrir háskólastig (A-próf) til að taka inn nemendur haustið 2015: Lagadeild, Hjúkrunarfræðideild, Hagfræðideild og Læknadeild. Tvær þær síðastnefndu nota einnig frekari próf til inntöku nema. Opnað hefur verið fyrir skráningu í A-próf sem munu fara fram 21. mars og 12. júní n.k. Skráning í A-prófið fer fram á heimasíðunni http://www.hi.is/a_prof en þar er jafnframt að finna allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag inntöku í deildir. Þar eru einnig sýnishorn af prófspurningum.

Útskriftarnemendur athugið að skráningu lýkur 13. mars vegna A-prófa Hjúkrunarfæðideildar og Lagadeildar sem haldin verða 21. mars.