Í dag komu frambjóðendur stjórnmálaflokka í heimsókn og hittu nemendur á einskonar hraðstefnumóti, fóru milli borða og kynntu fyrir nemendum helstu áherslumál síns flokks og spjölluðu við nemendur um allt milli himins og jarðar. Eftir heimsókn framboðana voru skuggakosningar í MB. Þá hafa allir nemendur kosningarétt. Skuggakosningar í skólum á þessu stigi eru þáttur í uppeldi og aðlögun ungs fólks að samfélaginu og líkur benda til að þeir sem taka þátt í svona kosningum séu líklegri öðrum til að taka þátt í reglulegum kosningum til þings og sveitarstjórna. Fleiri myndir á facebook MB.