Sögunemar í Lundúnum

Ritstjórn Fréttir

CAM00290Nemar í áfanganum SAG3B05, sem er lokaáfangi í sögu við MB, fóru á dögunum í ferðalag til Lundúna ásamt kennara sínum Ívari Erni Reynissyni. Meginmarkmið ferðarinnar var að kynnast nánar sögu fjarlægra slóða en British Museum hefur að geyma mikla fjársjóði í þá veru. Hópurinn dvaldi nokkuð á safninu en fékk einnig afar áhugaverða leiðsögn ljósmyndarans Lisu Ross og safnstjórans Jolaine Frizzell um sýningu í Brunei Gallery við Lundúnarháskóla. Sýningin fjallar um trúarbrögð og siði Uyghur ættbálksins sem býr í eyðimörkum Vestur-Kína. Nemendurnir vinna nú að gerð myndbands sem byggir á gögnum úr ferðinni.