Söngkeppni MB og Mímis

RitstjórnFréttir

Söngkeppni Menntaskóla Borgarfjarðar og ungmennahússins Mímis var haldin í gærkvöldi. Þar var keppt um hver verður fulltrúi MB í Söngkeppni framhaldsskólanna. Sjö einstaklingar tóku þátt í keppninni það voru þau Díana, Ísfold, Jóhanna María, Óli Þór, Þorkell, Magnús Daníel og Vigdís Elín. Sigurvegari varð Magnús Daníel Einarsson og söng hann lagið When you belive við undirleik Birnu Kristínar.