Söngleikurinn Rocky Horror Picture Show tekinn til sýninga í MB

Ritstjórn Fréttir

leikfelag_nSöngleikurinn Rocky Horror Picture Show eftir Richard O´Brien verður næsta verkefni leikfélagsins Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Bjartmar Þórðarson verður leikstjóri og skipað verður í hlutverk nú í vikunni. Söngleikurinn fjallar um nýtrúlofað par, Brad Majors og Janet Weiss, og skelfilega lífsreynslu sem þau verða fyrir í kastala klæðskiptingsins Dr. Frank M. Furter. Stefnt er að því að frumsýna verkið um mánaðamót nóvember/desember.