Spænskukennsla í eldhúsinu

Ritstjórn Fréttir

IMG_2224Noemi Cubas settist að í Borgarnesi nú í haust ásamt eiginmanni sínum og tveimur ungum sonum þeirra. Fjölskyldan kemur frá Spáni. Noemi kennir ensku og spænsku við MB. Hún hefur gaman af því að kenna á hagnýtan hátt og þegar námsefnið gaf tilefni til fór hún með spænskuhópinn í skólaeldhúsið þar sem nemendur elduðu spænska tapas rétti, patatas bravas og patatas alioli,  um leið og þau tileinkuðu sér orðaforða varðandi eldhús, eldamennsku og matvæli. Noemi áætlar að endurtaka kennslu í eldhúsinu tvisvar til viðbótar á önninni. Á myndinni er Noemi við borðsendann umkringd nemendum sínum.