Spurningakeppni Getspekifélags MB

RitstjórnFréttir

IMG_1875Getspekifélag Menntaskóla Borgarfjarðar stóð fyrir spurningakeppni nýlega. Að þessu sinni kepptu þrjú lið; Múffi, Landslið Mímis og Suzuki Club. Síðastnefnda liðið fór með sigur af hólmi en það skipuðu þeir Eyvindur Jóhannsson, Pétur Freyr Sigurjónsson og Egill Þórsson. Verðlaunin voru ekki af verri endanum; hver liðsmaður fékk 10.000 króna gjafabréf frá sveitahótelinu Hraunsnefi í Norðurárdal. Aðrir keppendur fengu konfektkassa fyrir þátttökuna.
Stefnt er að því að spurningakeppnin verði árlegur viðburður í fjölbreyttu félagslífi nemenda MB. Anna Þórhildur Gunnarsdóttir og Sandri Shabansson skipulögðu keppnina að þessu sinni en þau áttu bæði sæti í Gettu betur liði skólans sem tók þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna fyrir skömmu. Á myndinni má sjá káta sigurvegara keppninnar.