Staða mannréttinda aldraðra á Íslandi

Ritstjórn Fréttir

18k1un0n5vy7ljpgSíðustu vikur hafa nemendur í félagsfræði gert athuganir á efnisþáttum áfangans. Ein þeirra var byggð á heimildavinnu og viðtölum við sérfræðinga bæði á sviði mannréttinda og í málefnum aldraðra, auk viðtala við fjóra lífeyrisþega um þeirra upplifanir. Helstu niðurstöður voru að það er almennt vel gætt að mannréttindum eldri borgara en þó þarf að huga betur að ákveðnum minnihlutahópum innan þessa aldurshóps s.s. öldruðum öryrkjum og einstaklingum á strípuðum bótum. Óvíst er hvort að réttur eldri borgara til jafnræðis hafi verið virtur þegar kemur að afturvirkum kjarabótum. Erfið staða er einnig þegar hjón eru aðskilin vegna dvöl annars makans á dvalarheimili vegna heilsuskorts en aldraðir eiga rétt á verndun fjölskyldulífs og friðhelgi einkalífsins. Eldri borgarar fá ekki að semja um eigin kjarabætur eins og aðrir þjóðfélagsþegnar sem er ákveðin mismunun. Þá miðast skipulögð krabbameinsleit kvenna við 23-69 ára aldur samkvæmt samningum en hann hefur verið vanvirtur með settum takmörkunum miðaðar við 65 ára aldur. Helmingur allra krabbameina finnast eftir 65 ára aldur. Loks má nefna að íbúatakmarkanir á dvalarheimilum hafa orsakað að herbergi hafa staðið tóm á meðan fólk er á biðlistum en þetta er ekki í samræmi við rétt eldri borgara til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu.