Stefnt er að framhaldi dreifnáms í Búðardal

Ritstjórn Fréttir

Kolfinna og Sveinn PálssonMenntaskóli Borgarfjarðar hefur á yfirstandandi skólaári átt í samstarfi við Dalabyggð um framhaldsdeild fyrir nemendur sem stunda nám við MB. Námið er skipulagt sem dreifnám. Nemendur  hafa því aðstöðu í Búðardal en fylgjast með kennslustundum í MB á netinu. Þrisvar á önn koma svo Dalamennirnir í staðbundnar lotur í Borgarnesi. Átta nemendur stunduðu nám í framhaldsdeildinni í vetur. Ákveðið hefur verið að leita allra leiða til að halda áfram rekstri deildarinnar á næsta skólaári. Jenny Nilson er umsjónarmaður framhaldsdeildarinnar í Búðardal. Hún fylgist með daglegri námsástundun í kennslustundum og er tengiliður nemenda við kennara og námsráðgjafa MB.

Myndin var tekin þegar Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari MB og Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar undirrituðu saming um rekstur framhaldsdeildarinnar á síðasta ári.