Stefnudagur Menntaskóla Borgarfjarðar 23. október

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Það er hefð í MB að nemendur, starfsfólk, foreldrar og aðrir hagaðilar geti haft áhrif á skólastarfið í MB. Næsta þriðjudag munum við hittast og vinna saman að verkefnum sem tengjast stefnu skólans. Við leggjum upp með að dagurinn verði skemmtilegur ekki síður en árangursríkur. Það þýðir að við viljum hvetja til virkni og skapandi hugsunar allan daginn. Við munum líka leika okkur aðeins og fíflast því þannig gerast góðir hlutir. 

Dagskráin er eftirfarandi:

08.20 Morgunverður í boði skólans
08.45 Samhristingur – leikur og fíflagangur (ekkert að óttast samt)
09.45 Hópavinna hefst – virkni, skapandi hugsun og árangur
10.30 Kaffihlé
11.00 Alda Karen Hjaltalín sendir nemendum MB kveðju á netinu
11.30 Kynning á Erasmusverkefni við skólann
12.00 Hádegismatur í boði skólans PIZZUR
12.40 Smiðjuvinna um allan skóla- virkni og skapandi hugsun
14.15 Kynning á hugmyndum
15.00 Allir heim

Allar leiðbeiningar og nánari dagskrá verður hægt að skoða á þriðjudagsmorguninn.
En núna þurfið þið að skrá ykkur á stefnudaginn.
Ekki draga lappirnar, skráið ykkur hér – Stefnudagur MB