Þrír nemendur starfsbrautar MB tóku þátt í stuttmyndakeppni starfsbrauta sem haldin var í Borgarholtsskóla þann 14. apríl sl. Boðið var upp á ljúfengan mat, svo voru skemmtiatriði og happdrætti. Stuttmyndir frá 15 skólum voru sýndar. Fjölbrautaskóli Garðabæjar sigraði, Menntaskólinn á Ísafirði var í 2. sæti og VMA í 3. sæti. Verðlaunaafhending fór fram og frábæru kvöldi lauk með diskóteki. Framlag starfsbrautar MB hvar stuttmyndin Rauðhettugrín og fékk hún góðar undirtektir.
