Stútungasaga – frumsýning

RitstjórnFréttir

Leikfélag NMB frumsýnir leikritið Stútungasögu  föstudaginn 23. mars kl. 20:00. Leikritið Stútungasaga er eftir Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Hjördísi Hjartardóttur í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssonar.
professional essay writers
Leikritið byggir á gamansaman hátt á fornsögunum, einkanlega Sturlungu. Bændur berjast og brenna bæi hvers annars, gifta syni sína og dætur eftir hentugleikum og skreppa í heimsóknir til konungshjóna Noregs inn á milli bardaga, bruna og brúðkaupa. Frillulíf á Íslandi er einnig skoðað vandlega og skáldkona ein skrifar „söguna“ eftir því sem hún fær kálfsskinn til, en bóndi hennar er orðinn langþreyttur á því að gripir hans nái aldrei fullum vexti.

Föstudagur 23. mars. FRUMSÝNING – kl.20:00

Sunnudagur 25. mars – 2. sýning – kl.16:00

Sunnudagur 25.mars – 3. sýning – kl.20:00
Þriðjudagur 27. mars – aukasýning kl. 18:00
Fimmtudagur 29. mars 4. sýning – kl.20:00
Föstudagur 30. mars 5. sýning – kl. 20:00  Fellur niður

Laugardagur 31. mars Lokasýning – kl.20:00  Fellur niður

Síðustu sýningar á Stútungasögu fyrir páska verða á þriðjudaginn 27. mars kl. 18.00 og fimmtudaginn 29. mars. Af óviðráðanlegum orsökum falla sýningar 30. og 31. mars niður. Beðist er velvirðingar á því, en þá er um að gera að fjölmenna á hinar tvær sýningarnar. Aukasýningar auglýstar síðar.

Miðapantanir eru í síma 8696968 (Alda) og í síma 8655081 (Eyrún). Miðaverð er 2000 kr. Einnig er hægt að panta miða á netfanginu leikfelag@menntaborg.is

zp8497586rq
zp8497586rq