Styrkþegar úr MB

Ritstjórn Fréttir

Að minnsta kosti þrír fyrrum nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar hafa hlotið námsstyrki sem veittir eru framúrskarandi námsmönnum nú á haustönn. Ólöf Sunna Gautadóttir hlaut styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Í frétt frá bankanum kemur fram að dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni.  Ólöf Sunna stundar grunnnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum við Tækniskóla Íslands.  Alexander Gabríel Guðfinnsson hlaut styrk úr afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Sjóðurinn veitir styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Alexander Gabríel stundar nám í læknisfræði. Þá hlaut Axel Máni Gíslason nýnemastyrk frá Háskólanum í Reykjavík en slíkir styrkir eru veittir framúrskarandi nemendum. Axel Máni nemur tölvunarfræði. Ólöf Sunna lauk stúdentsprófi frá MB vorið 2011 en þeir Alexander Gabríel og Axel Máni útskrifuðust vorið 2012.