Styttist í frumsýningu

RitstjórnFréttir

Meðlimir leikfélagsins Sv1 hafa lagt hart að sér við æfingar á söngleiknum Rocky Horror Show undanfarnar vikur. Frumsýning verður föstudaginn 28. nóvember næstkomandi kl. 20:00. Nú þegar er uppselt á frumsýninguna og aðeins nokkrir miðar eftir á svokallaða „power“ sýningu sem verður föstudaginn 5. desember. Aðrar sýningar sem fyrirhugaðar eru verða 1., 3. og 7. desember. Áhugasamir geta nálgast miða í síma 849 5659 (Ellen) eða 847 5543 (Jóna Jenny). Einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á netfangið leikfelag@menntaborg.is.