Surtarbrandur

Ritstjórn Fréttir

Mynd: Þóra ÁrnadóttirJarþrúður Ragna er nemandi á Náttúrufræðibraut við Menntaskóla Borgarfjarðar en hún og fjölskylda hennar á Brjánslæk færðu raungreinastofu MB þennan surtarbrand að gjöf fyrr í mánuðinum. Surtarbrand má finna víða á Vestfjörðum í setlögum milli hraunlaga. „Talið er að þau hafi myndast í lægðum í landslaginu úr gróðurleifum, mó og trjábolum sem kolast hafa fyrir áhrif jarðhita og jarðlagafargs.“ (Heimild: Land og saga). Surtarbrandur er fremur lélegt eldsneyti vegna þess hve mikið er í honum af eldfjallaösku.

Við þökkum fjölskyldunni kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem nýtist sannarlega við kennslu í raungreinum og þá einna helst jarðfræði.