Sýning um íslenskt atvinnulíf í MB

RitstjórnFréttir

IMG_2249Sýning um íslenskt atvinnulíf var sett upp í Menntaskóla Borgarfjarðar þann 17. október. Sýningin var opnuð á Bifröst í júní síðastliðnum og hefur svo að undanförnu verið sett upp m.a. í grunnskólum í héraði þar sem nemendur hafa unnið verkefni í tengslum við hana. Sýningin fjallar um íslensk fyrirtæki og veitir innsýn í verðmætasköpun þeirra og hugmyndir starfsmanna um framtíð fyrirtækjanna. Á sýningunni má kynna sér upplýsingar um fjölmörg  fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins.

Á myndinni má sjá nemendur í áfanganum frumkvöðlafræði í MB koma sýningunni fyrir á göngum skólans.