Sýningar á Grease ganga vel

Ritstjórn Fréttir

IMG_20140120_192729Söngleikurinn Grease sem frumsýndur var í Hjálmakletti þann 7. febrúar hefur nú verið sýndur þrisvar fyrir fullu húsi. Sýningin er hin besta skemmtun og nemendur sýna mikil tilþrif í söng, dansi og leik.

Næsta sýning verður 20. febrúar og hefst kl. 20:00.  Sunnudaginn 23. febrúar verður sérstök barnasýning sem hefst kl. 16:00.  25. og 27. febrúar verða sýningar kl. 20 og föstudaginn 28. verður svokölluð power sýning sem hefst klukkan 21.

Miðaverð er 2500 krónur fyrir fullorðna, 1500 krónur fyrir börn á aldrinum 7 – 12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Panta má miða í síma 846 7685 (Ingibjörg Jóhanna) og 843 6818 (Alexandra Rut).